Margt um að vera í íþróttalífinu um helgina – fimleikar, klifur og fótbolti

Það er nóg um að vera í íþróttalífinu í íþróttabænum Akranesi um helgina 17.-18. nóvember. Fimleikar, Íslandsmót í línuklifri og fjöldi knattspyrnuleikja í Akraneshöllinni.

Haustmót í fimleikum:

Í íþróttahúsinu við Vesturgötu fer fram Haustmót í hópfimleikum. Keppt verður í fjölmörgum flokkum og í fyrsta sinn í langan tíma munu drengir úr FIMA keppa saman sem hópur. Keppni hefst kl. 9.40 laugardaginn og stendur mótið allt fram til kl. 20.00.

Íþróttahúsið á Vesturgötur er hnetu- og fiskifrír skóli vegna lífshættulegs bráðaofnæmis og eru áhorfendur beðnir um að virða það.

Íslandsmót í línuklifri:

Í Smiðjuloftinu fer fram Íslandsmót í línuklifri en gríðarlegur vöxtur hefur verið í starfi Klifurfélags ÍA á undanförnum misserum. Mótið hefst kl. 13 og stendur til um kl. 17. Klifrað verður í tveimur aldursflokkum; 16-19 ára karlar og konur og 20+ karlar og konur. Áhorfendur hjartanlega velkomnir á svalirnar meðan húsrými leyfir.

Fjölmargir leikir í Akraneshöll

Um helgina eru nokkrir leikir í Akraneshöll.

Fös.16.nóv – 20:30 – M.fl.kv. – ÍA – ÍBV

Lau.17.nóv – 11:00 – m.fl.ka – ÍA – Grótta

Lau.17.nóv – 13:00 – m.fl.ka – Kári – KH

Lau.17.nóv – 15:00 – 2.fl.kv. – ÍA – Keflavík

Sun.18.nóv – 13:00 – 2.fl.ka.A – ÍA – Afturelding

Sun.18.nóv – 14:45 – 2.fl.ka.B – ÍA – Afturelding

AuglýsingAuglýsing