Í nógu að snúast á Galito – nýir spennandi réttir á matseðlinum

Kynning:

„Nóvember er að öllu jöfnu rólegur mánuður en í ár var það ekki uppi á teningnum. Skagamenn og aðrir gestir hafa verið duglegir að fara út að borða og við fögnum því,“ segir Hilmar Ólafsson eigandi veitingastaðarins Galito á Akranesi í samtali við Skagafréttir.

Sigurjón Úlfarsson og Hilmar eru eigendur Galito en þeir félagar hafa á undanförnum vikum unnið með samstarfsfólki sínu að því að uppfæra matseðil staðarins vinsæla. Það eru því spennandi tímar framundan á Galito.

Hilmar segir að margir nýir og áhugaverðir réttir sé nú þegar að finna á matseðlinum.

„Um næstu helgi, 30. nóv, og 1. des. er ekki jólahlaðborð í salnum á Galito.  Það er því tilvalið tækifæri fyrir Skagamenn nær og fjær að prófa nýju réttina hjá okkur.

Við stígum alltaf varlega til jarðar þegar við gerum breytingar á matseðlinum. Margir viðskipavinir staðarins vilja ganga að „sínum rétti“ á matseðlinum áfram. Það er erfitt að ýta út vinsælustu réttunum.

Þetta ferli er því nokkuð flókið í framkvæmd en við gerum okkar besta að hafa þetta þannig að sem flestum líki vel við,“ segir Hilmar.

Í janúar 2017 var í fyrsta sinn boðið upp á sushi-rétti á matseðli Galito og hefur því verið mjög vel tekið að sögn Hilmars.

„Það er ekki létt að taka einhverja rétti út fyrir sviga og telja þá upp frekar en aðra. Ég nefni þó nautalundina sem er í nýjum búning á matseðlinum.

Við settum líka einn vinsælasta rétt staðarins frá upphafi inn á matseðilinn aftur.

Það er þessi gamla góða nautasteikarloka með sweet chilli sósu, hvítlaukssósu, ís-salat, tómötum, agúrku og rauðlauk.

Eftirréttirnir eru einnig vinsælir og á meðal nýrra rétta þar má nefna súkkulaði-trufflustöng með salthnetum, marengs, karamellusósu, og hindberjasorbet,

Jólatörnin er framundan hjá starfsfólki Galito en Skagamenn eru strax farnir að huga að þorramatnum fyrir Þorrablót næsta árs.

„Það eru margir nú þegar búnir að panta mat á þorrablótin 2019,“ segir Hilmar Ólafsson að lokum.

Eftirréttirnir eru einnig vinsælir og á meðal nýrra rétta þar má nefna súkkulaði-trufflustöng með salthnetum, marengs, karamellusósu, og hindberjasorbet.

„Það er ekki létt að taka einhverja rétti út fyrir sviga og telja þá upp frekar en aðra. Ég nefni þó nautalundina sem er í nýjum búning á matseðlinum,“ segir Hilmar Ólafsson.