Þorkell og Gaur óska eftir því að fá sem minnsta athygli

AuglýsingSkagamaðurinn Þorkell Jóhann Steindal fékk á dögunum leiðsöguhundinn Gaur. Hundurinn kom hingað til lands frá Svíþjóð og er skilgreindur sem hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta.

Anna Lára Steindal, systir Þorkels, skrifaði áhugaverðan pistil á fésbókina þar sem hún biður Skagamenn um aðstoð í aðlögunarferlinu hjá „Kela og Gaur.“

Hæ – þetta eru Keli og Gaur. Kannski hafa einhver ykkar séð þà vappi um bæinn undanfarna daga. Gaur er leiðsöguhundur, en slíkir hundar eru skilgreindir sem hjàlpartæki fyrir blinda og sjónskerta og um þà gilda því aðrar umgengnisreglur en um hunda almennt.

Samkvæmt lögum mà Gaur t.d fylgja Kela hvert sem er, svo sem inn à veitingahús, í strætó, à Bókasafnið og í verslanir.

Gaur er vinnusamur og líf hans og yndi er að verja öryggi Kela þegar hann er à ferðinni. Gaur er þjàlfaður til að einbeita sér að vinnunni en er líka mannelskur og félagslyndur. Gaur gefur sig ekki að fólki að fyrra bragði en túlkar augnsamband, bros og athygli vegfarenda sem boð um samskipti.

Gaur er auðvitað næstum ómótstæðilegur 🙂 en okkur langar til að biðja ykkur um að hjàlpa þeim félögum með því að veita Gaur ekki athygli ef þið mætið þeim à götu. Það ruglar hann í vinnunni og hann missir fókus sem er vont fyrir Kela. Svona àlíka og einhver myndi sparka í blindrastafinn hans.

Gaur er þjàlfaður í fjölmennu samfélagi í Svíþjóð og à auðvelt með að vinna í fjölmenni svo lengi sem samferðafólk kann að umgangast hann.

Blindrahundar eru ekki algengir à Íslandi og því ekki nema von að margir kunni ekki að umgangast þà. Með þessu innleggi langaði okkur að óska eftir aðstoð ykkar svo allt gangi vel.

Það væri fràbært ef þið gætuð làtið orðið berast. Og þar sem Gaur elskar börn væri æði að útskýra þetta fyrir þeim líka.

Með fyrirfram þökk fyrir hjàlpina 🙂

AuglýsingAuglýsing