Íslandsmeistararnir mæta ÍA í styrktarleik fyrir „Kidda Jens“

Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla mæta Skagamönnum í Akraneshöllinni sem fram fer laugardaginn 1. desember kl. 11.00.

Leikurinn er ekki aðeins æfingaleikur fyrir Pepsi-deildarliðin.

Leikurinn er einnig styrktarleikur fyrir Kristinn Jens Kristinsson, sem hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár.

Það eru „Vinir Kidda Jens“ sem standa á bak við verkefnið.

Málverk frá Bjarna Þór verður boðið upp í hálfleik og veitingar verða seldar í Akraneshöllinni.

AuglýsingAuglýsing