Auglýsing
Það var sjóðheitt í hátíðarsal ÍA í morgun þegar góður hópur úr stuðningssveit ÍA sat þar í þungum þönkum. Verkefnið var krefjandi. Og mikið í húfi. Að finna réttu merkin á getraunaseðil vikunnar.

Á hverjum einasta laugardegi á milli 11-13 hittist hópur fólks í hátíðarsalnum og tippar á leiki helgarinnar á getraunaseðlum íslenskrar getspár.
Allt þetta er gert til styrktar Knattspyrnufélags ÍA. Það eru allir velkomnir að taka þátt – og fyrir þá sem ekki vilja tippa er alltaf heitt á könnunni og bakkelsi fyrir þá sem vilja setjast niður og spjalla.
Einar Brandsson og Steinar Adolfsson fara yfir stöðuna.
Einar tapaði veðmáli og er því í þessum undarlega búning.
Magnús Brandsson, Andrés Ólafsson og Bjarni Þór Bjarnason voru með allt á hreinu og fá líklega stóra vinninginn að þessu sinni.
Guðmundur Kjartansson sagði víst eitthvað gríðarlega fyndið á getraunafundinum –
Einar og Steinar höfðu gaman af.
Guðmundur Kjartansson leggur í eina væna sneið – en bakkelsið á getraunafundunum er víst stórkostlegt.
Auglýsing
Auglýsing