Rífandi gangur á Smiðjuloftinu – Jóla-fjölskyldutímar 9. og 16. desember

AuglýsingÞað er rífandi gangur í starfinu á Smiðjuloftinu á Akranesi þar sem að klifuríþróttin hefur blómstrað samhliða ýmsum menningarviðburðum. Í desembermánuði verður aðeins minna um að vera í Smiðjuloftinu.

Athygli er vakin á Jóla-fjölskyldutímum sem fram fara sunnudagana 9. og 16. desember. Fjölskyldutímarnir hafa vakið mikla lukku og eftir tímann þann 16. desember verður gert hlé á þeim tímum fram í miðjan janúar 2019.

Hjónin Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir eru frumkvöðlarnir á bak við Smiðjuloftið.

Í tilkynningu frá þeim kemur fram að utan opnunartíma Smiðjuloftsins sé tekið á móti hópum. Skemmtilegur kostur fyrir þá sem vilja hittast og eiga skemmtilega jóla-samveru á Smiðjuloftinu.

Mán. 3. des opið frá 18-21

Þri. 4. des Lokað

Mið 5. des Lokað – Dómaranámskeið ÍSÍ frá 19-21

Fim 6. opið frá 18-21

Fös. 7. des Undirbúningur fyrir jólamót ÍA-lokað

Lau 8. des Jólamót Klifurfélags ÍA

Sun 9. des Jóla-fjölskyldutími frá 11-14 (sjá nánar í viðburði). Opið í klifur frá 14-16.

Mán. 10. des opið frá 18-21

Þri. 11. des lokað

Mið. 12. des lokað

Fim. 13. des opið frá 18-21

Föst 14. des lokað

Lau 15. des opið frá 12-15

Sun. 16. des Jóla-fjölskyldutími frá 11-14 (sjá nánar í viðburði). Opið í klifur frá 14-16.

Mán 17. des opið frá 18-21

Fim 20. des opið frá 18-21

21. desember – Smiðjuloftið fer í jólafrí.

Opnum aftur mánudaginn 7. janúar 2019 kl. 18-21.