300 stig: Magnús Sigurjón náði fullkomnum leik í Svíþjóð

Auglýsing



Skagamaðurinn Magnús Sigurjón Guðmundsson keppir með sænska liðinu Team Clan BKF í keilu.

Á dögunum náði Magnús hinum fullkomna leik í deildarkeppninni í Svíþjóð – þar sem hann fékk 300 stig í einum leik.

Magnús og félagar hans gerðu jafntefli gegn Team Gamleby BC í suður-deildinni. Líkurnar á því að atvinnuleikmaður í keilu nái 300 stigum í einum leik eru um einn á móti 500. Fyrir hinn venjulega leikmann eru líkurnar um einn á móti 12.000.

Magnús á ekki langt að sækja keiluáhugann. Faðir hans Guðmundur Sigurðsson hefur verið í fremstu röð í keiluíþróttinni í mörg ár og móðir hans, Jónína Björg Magnúsdóttir hefur verið hryggjarstykkið í starfi Keilufélagsins á Akranesi í mörg ár.

Auglýsing



Auglýsing