Auglýsing
Sigurjón Ernir Sturluson náði frábærum árangri á einni erfiðustu íþróttakeppni landsins um helgina.
Sigurjón, sem tengist Akranesi sterkum böndum, varð þriðji í Spartan Ultra keppninni. Rétt tæplega 1000 keppendur tóku þátt, þar af um 900 sem komu erlendis frá. Íslendingarnir sem kepptu voru um 80.
Sigurjón var rúmlega 24 klst. að ljúka við brautina en hann fór alls 10 hringi í þrautabrautinni eða samtals 115,5 km.
Ýmsar þrautir eru leystar í hverjum hring samhliða hlaupinu og fór Sigurjón í gegnum alls 250 hindranir á þessum 10 hringjum.
„Ég er nokkuð heill og sáttur með mitt, síðustu 24 klst hafa verið þær eftiðustu sem ég hef upplifað en jafnframt sennilega þær mikilvægustu. Það er óhætt að segja að ég hafi komist að því Ég hvað líkaminn er gjörsamlega óstöðvandi,“ skrifar Sigurjón Ernir á fésbókarsíðu sinni.
Auglýsing
Auglýsing