Stofnundur Pílufélags Akraness – taktu þátt í að skrifa íþróttasöguna

AuglýsingÁ miðvikudaginn verður nýr kafli í glæsilega íþróttasögu Akraness skrifaður.

Stofnfundur Pílufélags Akraness fer fram þann 12. desember og hefst fundurinn kl. 20.00. Fundurinn fer fram í nýrri aðstöðu í Keilusalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu.

Þeir sem standa að stofnun félagsins hafa á undanförnum vikum unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir félagið. Eins og sést á myndunum hér fyrir neðan er aðstaðan glæsileg en alls er hægt að kasta í fimm píluspjöld á sama tíma.

Í tilkynningu frá þeim sem standa að stofnun félagsins eru allir velkomnir á stofnfundinn.

Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um stofnfundinn:

Á fundinum verður farið yfir starf þessa nýja félags, framtíðarsýn og tekið á móti hugmyndum fyrir starfið.

Pílukastíþróttin er ekki hluti af Íþróttasambandi Íslands. Af þeim sökum verður Pílufélag Akraness ekki undir hatti Íþróttabandalags Akraness.

Þess má geta að framundan er afar áhugaverður viðburður fyrir áhugafólk um píluíþróttina. Heimsmeistaramótið hefst 13. desember og verður sýnt frá keppninni á sportstöðvum Stöðvar 2. Úrslitaleikurinn fer fram á Nýársdag.

AuglýsingAuglýsing