„Galið að sjá strákinn skora“ – stórfjölskylda Arnórs upplifði draumakvöld í Madríd

Auglýsing„Ég er bara orðlaus og það var galið að vera á vell­in­um og sjá strák­inn skora og leggja upp mark,“ sagði Sig­urður Sig­ur­steins­son, faðir Arn­órs Sigurðssonar, í sam­tali við mbl.is frá Santiago Berna­beu-vell­in­um í Madrid í gærkvöld. Arnór skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri CSKA Moskvu gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Samkvæmt bestu heimildum Skagafrétta er Arnór fyrsti íslenski leikmaðurinn sem skorar mark á þessum sögufræga velli.

Stórfjölskylda Arnórs var viðstödd á leiknum í gær eða alls 16 manns. Systkini Arn­órs, systkini Mar­grét­ar móður Arnórs, for­eldr­ar henn­ar Margrétar og kær­asta hans Ragna Dís Svein­björns­dótt­ir.

Arnór var kátur með frammistöðuna en svekktur með úrslitin því sigurinn nægði ekki til að tryggja liðinu þriðja sæti riðilsins og þar með sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

„Þetta er einn af stærstu vettvöngum knattspyrnunnar og að koma hingað og skora í sigri er auðvitað stórkostlegt,“ sagði Arnór.

Ættartréð:
Sigurður Þór Sigursteinsson og Margrét Ákadóttir eru foreldrar Arnórs.

Systkini Arnórs eru Ingi Þór og Sunna Rún.
Afi og amma Arnórs í föðurætt eru Sigursteinn Hákonarson a.k.a Steini í Dúmbó og Sesselja Hákonardóttir. Áki Jónsson og Sunna Bryndís Tryggvadóttir eru einnig afi og amma Arnórs.

AuglýsingAuglýsing