Auglýsing
Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Skagamenn koma mikið við sögu í bókinni og er m.a. viðtal við Hallberu Guðnýu Gísladóttur og Helena Ólafsdóttir þjálfari mfl. kvenna hjá ÍA kemur einnig við sögu – ásamt fleiri Skagamönnum nær og fjær.
Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá útgefanda.
Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar.
Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.
Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla.
Víðir Sigurðsson.
Auglýsing
Auglýsing