Arnór aðstoðar Friðgeir til góðra verka fyrir langveika einstaklinga

AuglýsingFriðgeir Bergsteinsson ætlar að láta gott af sér leiða núna rétt fyrir jólin og kemur Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson við sögu í því verkefni. Arnór gaf Friðgeiri keppnistreyju frá liðinu sem hann leikur með í Rússlandi, CSKA Moskva.

Keppnistreyjan er til sölu og er hægt að bjóða í treyjuna með því að senda skilaboð á Fésbókinni á Friðgeir Bergsteinsson eða netfangið [email protected]

Tveir langveikir einstaklingar munu njóta góðs af uppboðinu. Ívar Hrafn Baldursson, sem er lítill drengur og hefur glímt við erfið veikindi allt frá fæðingu. Og Gunnsteinn Sæþórsson sem er 18 ára piltur úr Aðaldal en Gunnsteinn greindist nýverið með bráðahvítblæði.

Uppboðið stendur til 23. desember.

Nánar í færslu Friðgeirs hér fyrir neðan:

AuglýsingAuglýsing