VLFA fylgir fordæmi Eflingar – dregur samningsumboðið til baka frá SGS

Auglýsing



Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að samninganefnd VLFA hafi tekið ákvörðun um að draga samningsumboð sitt til baka frá Starfsgreinasambandinu Verkalýðsfélag Akraness ætlar þar með að fylgja fordæmi Eflingar-Stéttarfélags.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Eyjunni.

„Ég var að senda inn formlegt erindi til fomanns Starfsgreinasambandsins þar sem ég tilkynnti honum um að samninganefnd okkar hafi tekið ákvörðun um að draga samningsumboð sitt tilbaka.“

Vilhjálmur sagðist ekki vita til þess að fleiri aðildarfélög innan SGS ætluðu að fara sömu leið, en viðurkenndi að hann ásamt Eflingu og VR ætluðu að hópa sig samana fyrir komandi átök:

„Já ég held að það liggi svona fyrir að við höfum átt í nánu og góðu samstarfi um nokkra hríð, formenn þessara félaga, og það er vilji okkar Sólveigar að styrkja þetta samband enn frekar. Því það er ljóst að ef þessi þrjú félög og ef fleiri koma til , þá erum við með yfir helming allra félagsmanna ASÍ innan okkar raða, sem yrði ákaflega sterk og öflug samninganefnd,“ sagði Vilhjálmur, en samanlagður fjöldi félagsmanna þessara þriggja félaga yrði um 67000 manns.

 

Auglýsing



Auglýsing