Danskir sérfræðingar sjá um að fella sementsstrompinn

AuglýsingDanskir sprengjusérfræðingar frá fyrirtækinu Dansk Sprængnings Service verða í aðalhlutverki þegar sementsstrompurinn verður felldur í byrjun næsta árs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Dansk Sprængnings Service mun veita sérfræðiaðstoð, skipuleggja fellingu strompsins og stýra framkvæmd við fellingu.

Þann 20. desember síðastliðinn var verksamningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og Work North ehf. um niðurrif sementsstrompsins.

Work North er núverandi verktaki við niðurrif sementsverksmiðjunnar. Næstu vikur verða notaðar í undirbúning að fellingu strompsins og er stefnt að niðurfellingu hans á tímabilinu 1. febrúar til 15. mars 2019.

Sérstök tilkynning verður gefin út þegar nánari tímasetning liggur fyrir. Heildarkostnaður verksins er um 26 m.kr.

Hér má sjá verkefni sem danska fyrirtækið tók að sér í heimalandinu.

Fyrr á þessu ári var leitað álits hjá íbúum Akraness um framtíð sementsstrompsins.

Niðurstaða kosningarinnar var afgerandi en alls bárust 1095 atkvæði sem skiptust þannig að 94,25% (1032 íbúar) kusu að strompurinn skyldi verða felldur og 5,75% (63 íbúar) kusu að strompurinn ætti að standa áfram.

 

AuglýsingAuglýsing