Fyrsta barn ársins 2019 fæddist á Akranesi

AuglýsingFyrsta barn ársins 2019 á Íslandi fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 1. janúar.

Stúlkan kom í heiminn klukkan þrjá mínútur yfir sex í morgun og vó hún fimmtán merkur og var fimmtíu og einn sentimetrar á lengd.

Foreldrarnir eru Sigríður Hjördís Indriðadóttir og Hannes Björn Guðlaugsson.

Rætt var við foreldrana í fréttatíma Stöðvar 2.

Fréttina má sjá hér fyrir neðan.

„Þetta gekk bara vel loksins þegar allt fór í gang. Ég var sett 23. desember og var eiginlega búin að vera með hríðar í fjóra daga þegar hún ákvað að láta sjá sig með látum, fyrst barn ársins,“ segir Sigríður Hjördís Indriðadóttir, móðir stúlkunnar við Stöð 2.

AuglýsingAuglýsing