Rætt um að stofna sjóð til að kaupa eignir vegna skipulagsbreytinga eða þéttingu byggðar

AuglýsingÁ fundi bæjarráðs Akraness þann 21. desember 2018 kom fram beiðni um að bærinn myndi kaupa húseignina að Suðurgötu 124.

Sjá nánar hér.

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um málið en bæjarstjóra var falið að vinna málið áfram.

Elsa Lára Arnardóttir formaður bæjarráðs Akraness segir í samtali við skagafrettir.is umræður hafi átt sér stað um stofna sjóð á vegum Akraneskaupstaðar fyrir slík verkefni.

„Það hafa verið umræður innan bæjarins þess efnis að stofna sjóð vegna húsnæðis sem hugsanlega verði keypt, vegna ýmissa skipulagsbreytinga eða þéttingu byggðar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar í þessum efnum og málið er enn á umræðustigi,“ segir Elsa Lára.

Húsið við Suðurgötu 124 er á svæði þar sem að mikil uppbyggingin mun eiga sér stað á næstu árum – samhliða nýbyggingum á Sementsreitnum.

AuglýsingAuglýsing