Úr „Brekkó“ á topp 100 lista yfir áhrifamestu ungmenni í stjórnmálum á heimsvísu

AuglýsingÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands og þingkona Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi er á topp 100 lista Apolitical yfir áhrifamestu ungmenni í stjórnmálum á heimsvísu og væntanlega framtíðarleiðtoga.

Þórdís Kolbrún var kjörin á Alþingi árið 2016 en áður var hún aðstoðarkona þáverandi innanríkisráðherra Ólafar Nordal.

Þórdís Kolbrún er næstyngst þeirra sem orðið hafa ráðherrar á Íslandi, var 27 ára þegar hún tók við embætti. Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins á sinni tíð, var sá yngsti, 27 ára og Vilmundur heitinn Gylfason var þriðji yngsti, 31 árs.

Þórdís Kolbrún er fædd á Akranesi 4. nóvember árið 1987 og stundaði hér nám í Brekkubæjarskóla og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.  Þórdís Kolbrún er fyrsti Skagamaðurinn sem er varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Foreldrar hennar eru Gylfi R. Guðmundsson (fæddur 16. mars 1956) þjónustustjóri, sonur Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur alþingismanns, systursonur Guðjóns A. Kristjánssonar alþingismanns, og Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir (fædd 28. maí 1957) sjúkraliði.

Maki Þórdísar er Hjalti Sigvaldason Mogensen (fæddur 28. maí 1984) lögmaður. Foreldrar: Sigvaldi Þorsteinsson og Kristín I. Mogensen. Börn: Marvin Gylfi (2012), Kristín Fjóla (2016).

 

AuglýsingAuglýsing