Akranes er í hópi 12 áhugaverðustu ferðamannastaða veraldar 2018

AuglýsingBreska dagblaðið The Guardian er einn virtasti fjölmiðill heims en blaðið var stofnað fyrir tæplega 200 árum eða árið 1821.

The Guardian beinir kastljósi sínu að Akranesi í umfjöllun sinni um bestu upplifun ferðamanna á árinu 2018. Akranes er þar einn af 12 áhugaverðustu stöðum veraldar í umfjöllun sérfræðinga The Guardian um ferðamál.

Senegal, Kalifornía, Portúgal, Bangkok, St. Malo, Moskva, Wales, Róm, Krít, Devon, Kosta-Ríka, Spánn, Panzono á Ítalíu og Norður-Írland koma m.a. við sögu ásamt Akranesi í þessari umfjöllun.

Þess má geta að The Guardian er með um 12 milljón lesendur á hverjum degi í prent – og netmiðlum fyrirtækisins.

Þar skrifar blaðamaðurinn Robert Hull um heimsókn sína á Akranes og í Akranesvitann þar sem hann hitti m.a. Hilmar Sigvaldason vitavörð okkar Skagamanna.

Hull leynir því ekki í skrifum sínum að Akranes er áhugaverður staður til að heimsækja, þar sem Akrafjall, Esja og Akranesviti leika aðalhlutverk.

Textinn sem Hull skrifaði er hér fyrir neðan.

Hér eru greinarnar í heild sinni: 

As my friend filled his Instagram feed with views of sunrise over the Atlantic, and the mountains of Akrafjall and Esja, I wandered to the door of the Akranes lighthouse. Keeper Hilmar Sigvaldason opened it and welcomed us in. Often it’s what you can see from a lighthouse that’s the highlight but Hilmar has reinvented Akranesviti – built in 1944, and gazing down on a smaller, older lighthouse a short distance away – as an arts venue. The acoustics inside are wondrous and the sustain so memorable that it hosts intimate concerts and recording sessions, as well as being used for art projects. The peninsula scenery is striking and Akranes is just an hour’s drive from Reykjavik – via the impressive 5.7km Hvalfjörður Tunnel.

• Admission £2, on Facebook
Robert Hull

 

AuglýsingAuglýsing