Sansa er til sölu – Doddi Gylfa setur fjölskylduna í forgang

Auglýsing



„Vegna fjölskylduaðstæðna hjá mér þá er Sansa til sölu. Yngri sonur minn hefur glímt við erfið veikindi og fjölskyldan er í forgangi hjá mér. Þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun,“ segir Þórður Gylfason eigandi Sansa veitingar við skagafrettir.is.

Þórður hefur sett fyrirtækið á söluskrá hjá Fasteignasölunni Hákot á Akranesi.

Þórður opnaði Sansa í október árið 2017 og hefur þetta unga fyrirtæki vaxið hratt og myndað sér gott orðspor í í veitingasölu og veisluþjónustu.

Viðskiptavinir Sansa panta á netinu heimilismat fyrir vikuna sem er framundan og fyrirtækið pakkar öllu hráefni sem til þarf í réttina ásamt ítarlegum uppskriftum. Afhendingastaðir Sansa er Akranes, Borgarnes, Stykkishólmur, Grundafjörður og Ólafsvík.

Nánar á hakot.is. 

Auglýsing



Auglýsing