Skagamærin Rósa Kristín náði frábærum árangri í Blackpool

Auglýsing



Rósa Kristín Hafsteinsdóttir, 13 ára stúlka frá Akranesi, náði frábærum árangri í alþjóðlegri danskeppni sem fram fór í Blackpool á Englandi.

Rósa Kristín endaði í þriðja sæti ásamt dansfélaga sínum Aroni Loga Hrannarssyni sem er er 14 ára gamall Hafnfirðingur.

Þau Rósa og Aron kepptu í flokki 16 ára og yngri.  Það er nóg af verkefnum framundan hjá Rósu og Aroni í dansíþróttinni. Íslandsmót og bikarkeppni eru hápunktarnir hér á landi – og þau taka einnig þátt í Evrópumótinu í latindönsum sem fram fer í Blackpool.

Foreldrar Rósu Kristínar eru Hafsteinn Gunnarsson og Kristjana (Krissy) Jónsdóttir.

Aron er með skemmtilega tengingu við Akranes þrátt fyrir að vera búsettur í Hafnarfirði. Hrannar Ásgeirsson, faðir Arons er fæddur árið 1982 og er frá Grundarfirði. Hrannar stundaði nám í  FVA og lék fótbolta með ÍA.  Móðurafi Arons, Guðjón Sveinsson, rak um tíma veitinga og skemmtistaðinn Langasand. Þannig að í raun má segja að danshæfileikar hans Arons eigi sér rætur að rekja á Akranes.

 

Auglýsing



Auglýsing