Auglýsing
Unnur Ýr Haraldsdóttir, sem tók í gær við viðurkenningu sem knattspyrnukona ársins hjá ÍA, mun ekki leika með ÍA á næsta tímabili í Inkasso-deildinni í knattspyrnu.
Unnur Ýr tilkynnti um þessa ákvörðun í dag á fésbókinni og er ástæðan afar ánægjuleg fyrir Unni Ýr og fjölskyldu hennar.
„Við erum mjög hamingjusöm með væntanlega viðbót í fjölskylduna í júlí,“ skrifar Unnur Ýr á fésbókina en hún á von á sínu öðru barni í sumar ásamt Teiti Péturssyni unnusta sínum.
Fyrir eiga þau eina dóttur sem heitir Emma Dís sem hefur látið að sér kveða á áhorfendasvæðinu á Norðurálsvellinum.
Auglýsing
Auglýsing