Skagamenn fá liðsstyrk í körfunni – nýr bandarískur leikmaður

Auglýsing



Skagamenn mæta með nýjan leikmann í sínum röðum þegar keppni í 2. deild Íslandsmótsins í körfuknattleik hefst að nýju á þessu ári.

Chaz Franklin, leikmaður og þjálfari liðsins, kom með nýja leikmaninn með sér til Íslands eftir jólafríið í heimalandinu Bandaríkjunum.

Nýi leikmaðurinn bandarískur, rúmlega 30 ára gamall, og heitir Jerome Cheadle.

Hann er um 1.90 cm á hæð og getur leikið ýmsar stöður á vellinum.

Miðað við myndirnar sem hann hefur birt á fésbókinni að undanförnu þá er Cheadle duglegur að rífa í lóðinn.

Næsti leikur ÍA er á útivelli gegn toppliði Álftaness, sunnudaginn 13. janúar. Og hefst leikurinn kl. 14.00.  

Skagamenn eru í fjórða sæti deildarinnar með 5 sigra og 4 töp.

Liðið er samt sem áður í góðri stöðu þar sem að b-lið KR og Vals eru þar fyrir ofan en þau félög geta ekki farið upp í 1. deild.

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/28/franklin-kemur-og-thjalfar-korfuboltalidin-a-skaganum/

Auglýsing



Auglýsing