Áhugavert kynningarmyndband um Akranes frá Katla Travel

AuglýsingFerðaþjónusta á Akranesi er í sókn. Mikil aukning hefur verið í heimsóknum ferðamanna á Akranes á undanförnum misserum.

Ástæðurnar eru fjölmargar og þeir sem hingað koma hafa úr mörgu að velja þegar kemur að áhugaverðum stöðum til að skoða og upplifa.

Bjarnheiður Hallsdóttir og samstarfsfélagar hennar á Katla Travel eru með kastljósið á Akranes í þessu áhugaverða myndbandi sem fyrirtækið notar sem markaðsefni fyrir þýskumælandi ferðamenn.

Katla Travel GmbH, sem er í eigu Bjarheiðar og Péturs Óskarssonar er mjög stór aðili í sölu Íslandsferða í Þýskalandi og Austurríki. Nánar um fyrirtækið hér:

Eins og áður segir er myndbandið ætlað fyrir þýskumælandi markað en fyrir þá sem skilja þýskuna þá er efnið afar áhugavert. Akranesviti, Langisandur, sjósund, Akraneshöfn og ýmislegt fleira er að finna í þessu myndbandi.


AuglýsingAuglýsing