Auglýsing
Miðasala á Þorrablót Skagamanna hefst föstudaginn 11. janúar í útibúi Íslandsbanka á Akranesi. Uppselt hefur veri á blótið undanfarin ár og þarf því að hafa hraðar hendur þegar miðasalan fer í gang.
Að venju verður glæsileg dagskrá og þorramatur í hæsta gæðaflokki. Sjónvarpsstjörnurnar Eva Laufey Kjaran og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða veislustjórar og stjórna skemmtuninni.
Dagskráin verður með hefðbundnum hætti en allur ágóði af þorrablótinu rennur til íþróttafélaga úr röðum ÍA og Björgunarfélags Akraness.
Frá því að Þorrablótið fór fyrst fram hafa félögin fengið rúmlega 20 milljónir kr. fyrir sitt vinnuframlag.
Hér má sjá myndband sem undirbúningsnefnd Þorrablótsins 2019 birti nýverið. Og neðst í fréttinni er hlekkur á myndasyrpu sem skagafrettir.is tóku fyrir ári síðan.
http://localhost:8888/skagafrettir/2018/01/21/myndasyrpa-thorrablot-skagamanna-2018/?fbclid=IwAR1SqoYzZpBu2AMcFd8EVu6HdeZ1mfjVKBxm8ZP92Dc5QNnOytu55IVXJvw
Auglýsing
Auglýsing