Tveir fótboltaleikir í beinni á laugardaginn á ÍATV

Auglýsing



Um næstu helgi verður nóg um að vera hjá ÍATV.

ÍATV er verkefni á vegum Íþróttabandalags Akraness og er styrkt og fjármagnað af ÍA.

Tveir knattspyrnuleikir verða í beinni útsendingu laugardaginn 12. janúar úr Akraneshöllinni.

Meistaraflokkur ÍA í karlaflokki leikur gegn Keflavík í Fótbolti.net mótinu.

Leikurinn hefst kl. 11.00. ÍA er í Pepsi-deildinni en Keflavík féll úr deild þeirra bestu s.l. haust.

Strax að loknum þeim leik mætir kvennalið ÍA til leiks og mótherjarnir eru FH. Sá leikur hefst kl 13.00.

ÍATV var sett á laggirnar haustið 2016, þegar Íþróttabandalag Akraness fjármagnaði kaup á búnaði til vefútsendinga. 

ÍATV er verkefni á vegum ÍA og hefur vaxið og dafnað með áframhaldandi stuðningi Íþróttabandalagsins.

Allir sem koma að ÍATV vinna í sjálfboðavinnu.

Meginmarkmið ÍATV eru að:

  • sýna beint frá fjölbreyttum íþróttaviðburðum á Akranesi,
  • vekja athygli á því metnaðarfulla og fjölbreytta íþróttastarfi sem fram fer á Akranesi
  • skrásetja heimildir og varðveita þær á formi myndbanda
  • vera til staðar fyrir öll aðildarfélög ÍA varðandi ofangreind atriði

Karlalið ÍA er í 1. riðli í fotbolta.net mótinu. ÍA leikur gegn FH í Akraneshöllinni 19. janúar og í Kórnum 29. janúar gegn Stjörnunni.

Riðill 1:

Stjarnan
FH
ÍA
Keflavík

Laugardagur 12. janúar
11:00 ÍA – Keflavík (Akraneshöllin)

Þriðjudagur 15. janúar
20:10 Stjarnan – FH (Kórinn)

Laugardagur 19. janúar
11:00 ÍA – FH (Akraneshöllin)

Þriðjudagur 22. janúar
20:10 Stjarnan – Keflavík (Kórinn)

Mánudagur 28. janúar
17:30 Keflavík – FH (Reykjaneshöllin)

Þriðjudagur 29. janúar
20:10 Stjarnan – ÍA (Kórinn)

Auglýsing



Auglýsing