Auglýsing
Endurnærandi frí, það er svo ótrúlegt hvað birtan og hlýjan gerir mikið fyrir mann. Einnig var best að vakna í rólegheitum með Hadda og stelpunum, elska það.

Það var lítið um plön, við bara leyfðum okkur að gera það sem okkur langaði til, að borða það sem okkur langaði í og svo framvegis. Fullkomið frí í okkar huga,“ skrifar Skagakonan Eva Laufey Kjaran um jólafrí stórfjölskyldunnar á Spáni.
Eva Laufey heldur úti bloggsíðu þar sem hún birtir fjölda mynda úr fríinu en alls voru 27 úr fjölskyldunni saman komin á Tenerife á Spáni.
Auglýsing
Auglýsing