Jaðarsbakkasvæðið gæti litið svona út í framtíðinni

AuglýsingHugmyndir starfshóps um uppbyggingu á Jaðarsbökkum voru kynntar á fundi bæjarráðs Akraness í lok september árið 2017.

Þar var lögð fram tillaga frá ASK arkitektum.

Bæjarráð hefur falið starfshópnum að vinna áfram að hugmyndarvinnu um uppbyggingu á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum. Og mun starfshópurinn skila áfangaskýrslu í febrúar næstkomandi.

Í tillögunni eru nýbyggingar á svæðinu samtals 6.345 m. Þar er um að ræða íþróttasal, sundhöll, búningsherbergi og tengibyggingu.

Núverandi íþróttahús yrði rifið samkvæmt þessari tillögu ásamt ýmsum öðrum byggingum á svæðinu. Tillögurnar eru hér fyrir neðan í myndum frá ASK arkitektum.

Hvernig líst þér á tillöguna um Jaðarsbakkasvæðið

 

Lagt er til að framkvæmdum yrði skipt upp í fimm áfanga og heildarkostnaðurinn yrði rúmlega 2 milljarðar kr.

1. Áfangi myndi vera kjallari ásamt tengigangi (neðanjarðar) að núverandi húsi. Tröppur og skábrautir á lóð ásamt bráðabirgðar þaki yfir einangruð rými. Samtals um 525.000.000 kr.

2. Áfangi myndi vera íþróttasalurinn ásamt rýminu vestan við. Stigi og lyfta og endanlegt þak yfir nýbygginguna. Samtals um 525.000.000 kr.

3. Áfangi væri tengibygging (jafn há núverandi byggingum). Samtals um 35.000.000 kr.

4. Áfangi væri rif og endurgerð í núverandi húsum ásamt stiga við tengigang í kjallara. Samtals er um að ræða 440m² og kostnaðaráætlun við þennan lið um 138.000.000. Rif á núverandi íþróttahúsi er áætluð um 52.000.000 kr. 

5. Sundhöllin, 8 brauta laug ásamt stoðrýmum, uppfærð kostnaðaráætlun frá 2007 og umreiknuð miðað við frumdrög 820.000.000 kr. 

AuglýsingAuglýsing