Spennan magnast hjá afa og ömmu Ýmis á Bjarkargrundinni

AuglýsingÞað verður án efa mikil stemning í dag á Bjarkargrund 5 á Akranesi þegar Ísland leikur gegn Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handbolta karla.

Hafdís Karvelsdóttir og Sigurður Vésteinsson, sem búsett eru á Bjarkargrund 5, eru amma og afi Ýmis Arnar Gíslasonar, leikmanns íslenska landsliðsins.

Leikurinn hefst kl. 17 í dag og íslenska liðið þarf jafntefli eða sigur gegn sterku liði Makedóníu til að komast í milliriðil.

Eins og áður hefur komið fram eru sterkar tengingar við Akranes hjá tveimur leikmönnum íslenska landsliðsins í handbolta karla.

Elfur Sif Sigurðardóttir er móðir Ýmis og systkini hennar heita María Karen, Ernir Freyr og Irma Dögg.

Það er mikil handboltamenning í fjölskyldunni hjá Ými en hann á tvo bræður sem leika báðir á línunni líkt hann.

Orri Freyr er elstur, 30 ára, og er fyrirliði Vals og var íþróttamaður Vals 2018. Hann lék um tíma með Viborg í Danmörku.

Tjörvi Týr Gíslason er yngri bróðir Ýmis en hann leikur með U-19 ára landsliði Íslands og er að sjálfsögðu í Val líkt og bræður hans.

„Það er nóg að gera hjá okkur foreldrunum að fylgja þeim eftir,“ segir Elfur Sif við skagafrettir.is en hún er stödd á HM í Þýskalandi ásamt Gísla Hafsteini Gunnlaugssyni eiginmanni sínum.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/11/skagamonnum-i-handboltalandslidinu-fer-fjolgandi-vid-eigum-mikid-i-ymi/

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/11/elvar-orn-landslidsmadur-i-handbolta-er-med-sterka-skagatengingu/

Ýmir Örn ásamt afa og ömmu, Sigurði og Hafdísi.

Bræðurnir eftir fyrsta leikinn sem þeir tóku allir þátt í með Val, frá vinstri.
Orri Freyr, Ýmir Örn og Tjörvi Týr.  

Stoltir foreldrar með tvo bikara á lofti með bræðrunum Ými og Orra.

 

 

AuglýsingAuglýsing