Sveinbjörn dúndrar músík út í kosmósinn – hlustaðu á nýja lagið hér

Auglýsing„Lagið heitir Eitt og það samdi ég í maí árið 2017. Frá þeim tíma hef ég unnið í því ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni  og Daða Birgissyni, sem er Skagamaður.

Þetta er annað lagið sem ég sendi frá mér en það fyrra, „Á besta veg“ kom út árið 2016,“ segir Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson um nýja lagið sitt Eitt sem nýverið kom út.

Eins og áður kemur fram hefur Sveinbjörn unnið að laginu með fagmönnum en Halldór er í forsvari karlakórsins Fjallabræðra sem Sveinbjörn er hluti af, og Halldór er einnig upphafsmaður hljómsveitarinnar Albatross.

Daði hefur mikla reynslu en hann hefur verið í böndum á borð við Monotown og Jagúar.

„Ég hef sett mér það markmið að vera iðinn við upptökur á árinu. Dúndra út meiri músík út í kosmósinn,“ bætir Sveinbjörn við.

 

AuglýsingAuglýsing