Þrjár beinar útsendingar framundan hjá ÍATV

Það er nóg um að vera hjá ÍATV um helgina og fjörið hefst í kvöld, föstudaginn 18. janúar, þegar sýnt verður frá leik Kára gegn Haukum í knattspyrnu karla. Um er að ræða leik í æfingamóti Fótbolti.net og hefst útsendingin kl. 19.00.

Á laugardag verður sýnt frá viðureign ÍA og og FH í Fótbolti.net mótinu. Sá leikur fer fram kl. 11.00.

Á sunnudaginn hækkar hitastigið fyrir sjálfboðaliða ÍATV þegar sýnt verður frá leik ÍA og Stálúlfs í körfbolta karla frá íþróttahúsinu við Vesturgötu. Sá leikur hefst kl. 16:30.