Styttist í frumraun Jóns Þórs sem þjálfari A-landsliðs kvenna

AuglýsingÞað er stór dagur framundan hjá Skagamanninum Jóni Þóri Haukssyni.

Á mánudaginn stýrir hann A-landsliði kvenna í knattpsyrnu í sínum fyrsta leik sem þjálfari liðsins.

Ísland mætir liði Skotlands, leikurinn fer fram á La Manga á Spáni og hefst hann kl. 15.00

Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Vals, er í landsliðshópnum en hún er eini leikmaðurinn í liðinu sem er með tengingu við ÍA og Akranes.

Á fésbókarsíðu KSÍ er að finna myndasyrpu frá æfingum liðsins á Spáni og eru nokkrar þeirra hér fyrir neðan.

AuglýsingAuglýsing