Skagamenn í stóru hlutverki á Bocuse d´Or – Ísak Darri verður á stóra sviðinu

Auglýsing



Skagamenn verða í stóru hlutverki þegar Bocuse d´Or matreiðslukeppnin fer fram í Lyon í Frakklandi dagana 29. og 30. janúar.

Eins og áður hefur komið fram verður Ari Jónsson aðstoðarmaður Bjarna Siguróla Jakobssonar í þessari keppni.

Þar að auki verður Skagamaðurinn Ísak Darri Þorsteinsson á stóra sviðinu með Bjarna Siguróla. Ísak Darri er aðeins stærra hlutverki eða því sem kallast „commis“.

Ísak Darri var í þessu hlutverki með Bjarna Siguróla í undankeppninni sem fram fór í júní í fyrra.

Tveir ungir Skagamenn fá því gríðarlegt tækifæri og reynslu á þessu stóra sviði.

Ísak Darri verður 21 árs á þessu ári en hann stundar nám í matreiðslu og var matreiðslunemi á Hótel Natura. Í viðtali á Veitingageirinn.is segir Ísak Darri að hann hafi verið viðloðandi veitingastaði allt frá 12 ára aldri.

Skagamaðurinn leggur allt í sölurnar fyrir þessa keppni. Hann setti námið á ís á meðan en hann stefnir á að útskrifast frá Hótel og matvælaskólanum í vor.

Viðtalið við Ísak Darra má lesa í heild sinni hér.

Ættartréð:

Móðir Ísaks Darra er Ragnhildur Ólafsdóttir sem er fædd á Akranesi árið 1977. Eiginmaður hennar er Birgir Guðmundsson.
Afi og amma Ísaks Darra í móðurætt voru þau Ólafur Bragi Theodórsson og Júlía Baldursdóttir.
Ólafur lést árið 2007 og Júlía lést árið 2013.
Systkini Ragnhildar eru Baldur (fæddur 1964) og Guðrún Ellen (1965). Faðir Ísaks Darra er Þorsteinn Böðvarsson en hann er búsettur á Englandi og sambýliskona hans er Guðrún María Nolan.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/19/skagmadurinn-ari-er-adstodarmadur-i-heimsthekktri-matreidslukeppni/

 

Auglýsing



Auglýsing