Káramenn styrkja minningarsjóð Arnars Dórs – heldur markaregnið áfram gegn Selfoss?

Það er stórleikur framundan hjá Knattspyrnufélaginu Kára sem fram fer í Akraneshöll laugardaginn 26. janúar. Þar mætir lið Kára spræku liði Selfoss í Fótbolti.net mótinu. Skagamaðurinn Dean Martin þjálfar lið Selfoss.

Leikurinn er því áhugaverð rimma og ekki síst fyrir þá staðreynd að Káramenn ætla að styrkja minningarsjóð Arnars Dórs í leiðinni.

Aðgangseyrir er valfrjáls og þar að auki gildir miðinn sem happdrættisvinningur þar sem frábærir vinningar eru í boði. Að venju fylgir kaffi og „kruðerí“ miðanum hjá Kára.

Allur ágóði leiksins rennur í minningarsjóð Arnars Dórs.

Í tilkynningu frá Kára kemur eftirfarandi fram: 

„Fyrir þá sem komast ekki á leikinn næsta laugardag að þá er mjög einfalt að tryggja sér miða með léttri millifærslu á reikning Kára, en hver miði mun kosta litlar 1.000kr og að sjálfsögðu er hægt að kaupa fleiri en einn miða, við tökum svo frá miða fyrir þá sem millifæra og tilkynnum svo úrslitin hér á facebook síðu Kára.

Reikningur: 0186-26-020303
Kennitala: 580699-3599

Við hvetjum að sjálfsögðu sem flesta til að mæta í Akraneshöll næsta laugardag klukkan 13:00, en leikir Kára þetta tímabilið hafa verið stórkostleg skemmtun og samtals verið skoruð 22 mörk í 4 leikjum.

Undirbúningsleikir Kára fyrir árið 2019:
Kári – Þróttur Reykjavík: 3-1
Kári – Selfoss: 5-0
Kári – Grótta: 2-3
Kári – Haukar: 4-4

Arnar Dór mætti reglulega á leiki Kára og hreyfst mikið af uppgangi félagsins, hann saknaði þó ansi oft að sjá ekki vin sinn og formann félagsins hlunkast oftar inná og reyna að skora mörk!
Hans er sárt saknað en góðar minningar lifa áfram

Áfram Kári!