Tóbak, rafrettur og veip gert upptækt á skólaböllum í FVA

Auglýsing„Allt tóbak/rafrettur/veip sem nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi taka með sér á skólaböll NFFA verður gert upptækt og afhent stjórnendum FVA,“ segir í tilkynningu frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi

Þessar reglur eru settar í í samráði við foreldrafélag FVA og eru í samræmi við reglur annarra framhaldsskóla

Nýársball NFFA fór fara fram á Gamla kaupfélaginu í gærkvöld, fimmtudaginn 24. janúar og var það fyrsti viðburðurinn í félagslífi NFFA þar sem að nýju reglurnar voru í gildi.

Áfengisbann er á viðburðum FVA og ölvun ógildir miðann á viðburði FVA og er öll meðferð áfengis og tóbaks er bönnuð.

„Nemendur geta nálgast eigur sínar hjá stjórnendum næsta skóladag. Sé nemandi yngri en 18 ára verður foreldrum gert viðvart næsta skóladag og geta þeir þá nálgast tóbakið/rafretturnar/veipið á skrifstofu stjórnenda fyrir hönd barns síns kjósi þeir svo. Að öðrum kosti verður tóbakinu/r afrettunum/veipinu fargað innan viku,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

AuglýsingAuglýsing