Skagaman – frábært myndband sem vakti athygli á Þorrablótinu

Mörg frábær skemmtiatriði voru sýnd á Þorrblóti Skagamanna í gær. Um 700 gestir skemmtu sér vel og var uppselt samkvæmt venju.

Vitavörður okkar Skagamanna, Hilmar Sigvaldason, var til umfjöllunar í þessu myndbandi sem sýnt var í gær.

Myndbandið segir allt sem segja þarf um það afrek sem Hilmar hefur unnið á undanförnum árum.

Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson gerði myndbandið.