Flottur árangur hjá ÍA á einu stærsta alþjóðlega sundmóti allra tíma á Íslandi

Auglýsing



Sundfélag Akraness var með 10 keppendur á einu stærsta alþjóðlega sundmótinu sem fram hefur farið á Íslandi.

 

Efri röð frá vinstri: Enrique Snær Llorens, Brynhildur Traustadóttir, Erlend Magnússon, Sindri Andreas Bjarnason, Alex Benjamín Bjarnason. Neðri röð frá vinstri:  Ragnheiður Karen Ólafsdóttir , Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir, Lára Jakobína Gunnarsdóttir, Kristján Magnússon.

Tæplega 400 keppendur mættu til leiks á Reykjavik International Games sem fram fór í Laugardalshöll – en erlendir keppendur voru alls 180 og  komu þeir frá 7 mismunandi löndum.  Til samanburðar voru 244 keppendur í fyrra.

Eins og áður segir voru 10 keppendur frá ÍA og náðu margir frábærum árangri.

Kristján Magnusson bætti eldgamalt  Akranesmet hjá strákum í flokki 13-14 ára. Kristján synti 50m baksundi á tímanum 33.62 sek. en gamla metið var frá 2008 og það átti Birgir Victor Hannesson á tímanum 34.37 sek,

Erlend Magnússon, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir syntu sig inn í B- úrslit,

Erlend í 50 m baksundi og hafnaði í 11. sæti. Ragnheiður Karen í 50 m og 100 m bringusundi og hafnaði í 11. og 12. sæti.

Guðbjörg Bjartey í 50m bringusundi og endaði í 13. sæti.

Í aldurshópnum 14 ára og yngri unnu þau Kristján Magnússon, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir til verðlauna,

Kristján gull í 50 m. baksundi, silfur í 50 m. skriðsundi, 100 m. baksundi og 100 m. bringusundi og brons í 200 m. skriðsundi.

Guðbjörg Bjartey silfur í 50 m. og 100 m. bringusundi og 100 m. flugsundi og brons í 50 m. flugsundi og 200 m. fjórsundi.

Ingibjörg Svava brons í 800 m. skriðsundi.

Auglýsing



Auglýsing