Tryggvi Hrafn leikur með ÍA í Pepsideildinni

AuglýsingSkagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson mun leika með ÍA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Tryggvi kemur til ÍA frá Halmstad í Svíþjóð þar sem hann lék 27 leik og skoraði þrjú mörk. Tryggvi lék alls 33 leiki með mfl. ÍA áður hann hélt í atvinnumennsku. Tryggvi var seldur til Halmstad í ágúst 2017.

Alls á Tryggvi Hrafn þrjá A-landsleiki að baki og hann lék 13 leiki með U-21 árs landsliði Íslands.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari meistaraflokks karla segist vera mjög ánægður með að Tryggvi Hrafn hafi gengið til liðs við ÍA á nýjan leik. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hann spilað í efstu deild áður og slík reynsla muni reynast mikilvæg í sumar. Hann sé góður leikmaður sem muni styrkja liðið fyrir komandi baráttu.

Tryggvi Hrafn segir í viðtali á fotbolti.net að ÍA hafi verið besti kosturinn í stöðunni á þessum tímapunkti. 

„Það voru nokkur lið inni í myndinni en mér leist best á þetta. Ég held að þetta sé best fyrir mig núna. Ég þarf spiltíma og er spenntur fyrir því sem er í gangi,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson við Fótbolta.net í dag.

„Það er búið að liggja í loftinu að ég myndi fara héðan. Við komumst að þeirri niðurstöðu fyrir áramót og ætluðum að skoða hvaða möguleikar væru í boði. Það endaði á þessu.“

 

AuglýsingAuglýsing