Myndbönd frá Skammhlaupi FVA frá nemendum á starfsbraut

Það er alltaf nóg um að vera hjá nemendum FVA sem eru á starfsbraut.

Davíð Sigurðsson og Mark F. Gíslason gerðu á dögunum flott myndbönd sem þeir unni með iMovie í áfanga þar sem hægt er að velja á milli handavinnu eða stuttmyndagerð.

Davíð og Mark gerðu  gerðu kynningarmyndbönd um Skammhlaupið sem var í FVA á haustönn 2018.

Nánar um Starfsbraut FVA:

Hér má sjá afraksturinn:

Skammhlaup 2018 (myndband e. Davíð Sigurðsson)

Skammhlaup haustönn 2018 (myndband e. Mark F. Gíslason).

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi var formlega stofnuð árið 1993. Hún er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild og/eða verið kennt skv. einstaklingsnámskrá í grunnskóla.

Fyrstu árin var gert ráð fyrir að nemendur brautskráðust að loknu tveggja ára námi. Á haustönn 2001 var námstíminn lengdur og gert ráð fyrir að nemendur brautskráist eftir fjögurra ára nám.

Markmið náms á starfsbraut FVA

  • að nemendur fái einstaklingsmiðuð námstækifæri
  • að nemendur fái tækifæri til þess að takast á við verkefni í samræmi við eigin færni og hæfileika
  • að stuðla að bættri sjálfsmynd nemenda
  • að auka sjálfstæði, ábyrgð og frumkvæði nemenda
  • að nemendur fái aukin tækifæri til að komast út á vinnumarkað að loknu námi