Valdís Þóra náði markmiðinu – með keppnisrétt í Ástralíu

Auglýsing„Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þáttökurétt á Áströlsku mótaröðinni,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi,

Valdís Þóra endaði í 16.-18. sæti en hún lék á +3 samtals á úrtökumóti fyrir Áströlsku atvinnumótaröðina.  Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum.

Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.-10. febrúar.

Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á Australian Ladies Classic Bonville, ActewAGL Canberra Classic og Women’s NSW Open. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári.

Valdís Þóra Jónsdóttir, íþróttamaður Akraness 2017, ásamt Marellu Steinsdóttur og syni Marellu.

Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. Þar sem að tíu kylfingar af alls 20 efstu á þessu úrtökumóti er Valdís í hópi 10 kylfinga sem fengu keppnisrétt á ALPG.

„Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þáttökurétt á Áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn í 4 mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári.

Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir Vic Open sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifar Valdís Þóra m.a. á fésbókarsíðu sína.

Valdís Þóra er einnig með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu og í næsta styrkleikaflokki á eftir LPGA í Bandaríkjunum. ALPG atvinnumótaröðin í Ástralíu er í hópi atvinnumótaraða sem er í styrkleikaflokknum sem kemur  á eftir LPGA og LET.

Skor mótsins er uppfært hér:

AuglýsingAuglýsing