Auglýsing
ÍA gerði sér lítið fyrir og vann alls fjóra leikina sem liðið lék um helgina á heimavelli í keppni hjá drengjum í 8. flokki á Íslandsmótinu.
ÍA leikur þar með í B-deild á næsta fjölliðamóti.
Það er mikill uppgangur í yngri flokka starfi ÍA í körfuboltanum. Um helgina fór fram fjölliðamót í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka.
Framkvæmd mótsins og öll umgjörð var ÍA til sóma. Höfðu forsvarsmenn þeirra liða sem sóttu Skagann heim um helgina að starfið sem unnið væri á Akranesi væri faglegt og til eftirbreytni.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit leikja og einnig myndasyrpu sem Jónas Ottósson sendi okkur hér á skagafrettir.is.
Við þökkum fyrir þessa sendingu Jónas og til hamingju strákar.
Auglýsing
Auglýsing