Spölur gerir lokatilraun – ert þú einn af þeim 2.600 sem eiga inneign?

AuglýsingStarfsmenn Spalar vinna nú hörðum höndum við að koma þeim fjármunum sem eftir standa í félaginu til viðskiptavina sinna.

Á undanförnum dögum hefur Spölur póstlagt um  2.600 bréf til þeirra sem enn hafa ekki skilað félaginu veglyklum og eiga inni fjármuni á áskriftarreikningum.

Viðtakendur fá tíu daga frest til að bregðast við erindinu með því að nálgast inneign sína og skila veglyklum og afsláttarmiðum. Þeir sem ekki bregðast við eiga áfram kröfur á félagið þar til kröfulýsingu lýkur.

Þetta er lokatilraun til að ná til þeirra sem eiga inni hjá Speli.

Í samningi Spalar og ríkisins er kveðið á um að ef enn verði til fjármunir hjá félaginu, þegar hlutafé hefur verið greitt út, skuli þeir renna til sérstakra, óskilgreindra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.

AuglýsingAuglýsing