Skeiðfaxi endar „ferilinn“ á sama stað og hann hófst

AuglýsingÞað er ljóst að Skeiðfaxi AK mun enda „ferilinn“ á sama stað og hann hófst.

Niðurrif á skipinu stendur nú yfir á athafnasvæði Skaginn 3X / Þorgeir & Ellert.

Sementsflutningaskipið var smíðað í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi og var það sjósett árið 1977. Skipið er tæplega 44 metrar á lengd. Það hannað til flutnings á ósekkjuðu sementi og gat lestað um 400 tonn.

Skeiðfaxi AK þjónaði sínu hlutverki í nokkra áratugi áður en skipinu var lagt árið 2013.

Skipið flutti laust sement frá Akranesi að Ártúnshöfða í Reykjavík, þar sem því var dælt í sementstankana miklu sem þar eru.

Ein ferð frá Akranesi til Reykjavíkur og aftur til baka með lestun og losun tók venjulega um 10 klukkustundir.

Þá fór Skeiðfaxi stundum til Ísafjarðar og Akureyrar en það voru einu staðirnir á landsbyggðinni sem gátu tekið við sementi í lausu.

Fjórir voru í áhöfn en tveimur var bætt við þegar siglt á Ísafjörð eða Akureyri.

Sem dæmi um mikilvægi Skeiðfaxa má nefna að árið 2000 var metsala hjá Sementsversksmiðjunni á Akranesi, 140 þúsund tonn og af því voru 110 þúsund tonn flutt með Skeiðfaxa.

Í fyrrahaust auglýsti Sementsverksmiðjan Skeiðfaxa til sölu. Ekki reyndist mikill markaður fyrir svona sérhæft skip.

Sjómannablaðið Víkingur birti árið 2001 viðtal við Ingimar Magnússon skipstjóra og Einar Einarsson stýrimann á Skeiðfaxa. Þar kom fram að það ár var skipið búið að flytja tvær milljónir tonna af sementi frá árinu 1977 og sigla 314.917 mílur.

AuglýsingAuglýsingAuglýsing