Mikilvægt að vera með rétt stillta tryggingavernd

AuglýsingKynning:

„Ég hóf störf sem útibússtjóri hér á Akranesi fyrir tveimur árum. Harpa Finnbogadóttir sem unnið hefur hjá Sjóvá í 15 ár tók vel á móti mér enda þekkir hún þessi mál út og inn,“ segir Haraldur Ingólfsson útibússtjóri Sjóvá á Akranesi í viðtali við Skagafréttir.

Haraldur er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu. Á árunum 2004 til 2013 var hann aðstoðarútibússtjóri hjá Arion banka á Akranesi og síðar í Mosfellsbæ. Hann starfaði einnig sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins ÍA á Akranesi áður en hann hóf störf hjá Sjóvá.

„Ég er vanur þjónustustörfum en það hefur komið mér á óvart hvað ég vissi lítið um tryggingamál áður en ég byrjaði hér,“ segir Haraldur. Harpa Finnbogadóttir er hér á myndinni með Haraldi.

„Mörgum finnst tryggingar flóknar og setja sig ekki nægilega vel inn í þessa hluti. En fólk getur alltaf komið til okkar og farið yfir sín mál, því rétt stillt tryggingavernd er geysilega mikilvæg. Ég hef lært mikið á þessum tíma og það er ánægjulegt að geta miðlað því til viðskiptavinanna og aðstoðað þá við að átta sig á því hvaða tryggingar þeir hafa þörf fyrir, út frá aðstæðum hvers og eins.“

Skagamenn hafa getað gengið að þjónustu hjá Sjóvá í marga áratugi

„Viðskiptastjórar frá fyrirtækjaþjónustu okkar koma einnig að vinnunni með stærri fyrirtækjum sem mörg hver þurfa sérsniðna þjónustu og tryggingar út frá sínum þörfum,“ segir Haraldur.

Skagamenn hafa getað gengið að þjónustu hjá Sjóvá í marga áratugi. Áður en Haraldur tók við starfi útibússtjóra hafði Ólafur Grétar Ólafsson sinnt starfinu í 46 ár svo Haraldur segist hafa tekið við góðu búi.Haraldur sinnir að mestu þjónustu við fyrirtækin á svæðinu á meðan Harpa sinnir meira einstaklingsþjónustunni.

Síminn er alltaf opinn hjá okkur og við förum reglulega í mál sem þola enga bið

Haraldur segir að mikil áhersla sé lögð á að leysa þau mál sem upp koma fljótt og örugglega.

„Síminn er alltaf opinn hjá okkur og við förum reglulega í mál sem þola enga bið. Það skiptir miklu máli að bregðast fljótt og rétt við. Hér á Akranesi erum við með afar fært fagfólk sem grípur t.d. inn í ef um vatnstjón eða önnur viðamikil tjón er að ræða.“

Haraldur segir það skipta miklu að veita viðskiptavinunum persónulega þjónustu þó að stafrænar lausnir séu stöðugt að þróast. „Fólk leitar reglulega eftir ráðgjöf, skoðar valkostina sem eru í boði og það hefur verið mikið að gera hjá okkur á undanförnum misserum. Viðskiptavinunum finnst gott að geta sest niður með okkur og farið yfir málin. Hér getum við greint þarfir hvers og eins, ráðlagt fólki af heilindum og síðan taka viðskiptavinirnir upplýsta ákvörðun um hvað þeir vilja gera“.

Fólk getur að sama skapi fengið aðstoð í útibúinu við að fylla út tjónaskýrslur og þjónustu sem að því snýr.

„Í hverri viku tökum við á móti fjölmörgum viðskiptavinum sem þurfa aðstoð við að fylla út tjónaskýrslu vegna umferðaóhappa. Tjónskýrslan er mikilvægasti hlutinn þegar kemur að því að úrskurða um bótarétt og því afar mikilvægt að atvikalýsingin sé rétt. Stundum eru aðilar hins vegar ekki sammála um atvikalýsinguna, enda fólk jafnvel í uppnámi. Við getum aðstoðað við slík mál hér á staðnum og farið yfir hlutina í ró og næði. Að mínu mati er það gríðarlega mikilvæg þjónusta við viðskiptavini okkar,“ segir Haraldur Ingólfsson við skagafrettir.is

Sjóvá Akranesi er á Garðabraut 2a, sími: 440 2360

AuglýsingAuglýsing