Skagamenn stóðu sig vel á Gullmóti KR í sundi sem fram fór um s.l. helgi. Rétt tæplega 460 keppendur mættu til leiks.
ÍA var með 33 keppendur á aldrinum 9-18 ára. Það sem vekur athygli er að keppendur ÍA bættu sig í 153 skipti af alls 175 mögulegum bætingum. Sannarlega glæsilegur árangur.
Yngstu keppendurnir frá ÍA fengu eldskírn í nýjum og framandi aðstæðum. Þessi hópur æfir í Bjarnalaug í 12,5 metrum og þremur keppnisbrautum. Á Gullmóti KR er keppt í 50 metra laug og keppnisbrautirnar eru alls 10.
Eymar Ágúst Eymarsson, Elín Sara Skarphéðinsdóttir, Alexandra Ósk Hermóðsdóttir kepptu öll á sínu fyrsta móti utan Akraness – og stóðu þau sig vel.
Á laugardagskvöldið fór svo fram Super-challenge sem er útslitakeppni í flugsundi og fer fram um kvöldið, með tónlist og miklu stuði. Þar var ÍA með fjóra keppendur og féll eitt Akranesmet.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir setti Akranesmet í 50m flugsundi telpna. Hún synti á tímanum 31.38, gamla metið var 31.53 frá árinu 2015 sem Brynhildur Traustadóttir átti.
Bjartey endaði í 2. sæti, 0,12 sekúndum á eftir 1. sæti.
Kristján Magnússon varð þriðji í drengjaflokki á timanum 32.37 sem er bæting um 1.5 sekúndur.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir bætti sig líka í úrslitum á timanum 34,90 og varð i 6. sæti.
Sindri Andreas Bjarnason bætti sig einnig og synti tímanum 28.69 og varð í 8. sæti.
Fyrir utan góðar bætingar hjá öllum, eru hér helstu úrslit mótsins hjá keppendum ÍA.
15 ára og eldri :
2. sæti
Brynhildur Traustadóttir 200m skriðsund
3. sæti
Enrique Snær Llorens Siguðarsson 200m fjórsund og 200m bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 50m & 100m bringusund
13-14 ára
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50m flugsund, 100m baksund, 100m bringusund og 200m bringusund
Kristján Magnússon 50m flugsund, 100m flugsund og 100m skriðsund.
Auglýsing
Auglýsing