Guðlaug tilnefnd til Steinsteypuverðlauna – aðstaðan bætt og steinarnir fjarlægðir



Steinsteypufélag Íslands tilnefnir Guðlaugu til Steinsteypuverðlauna 2019 en alls bárust 13 tillögur og af þeim valdi félagið fimm mannvirki sem tilnefnd eru til verðlaunanna. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar. 

Mannvirkin sem um ræðir eru Safnaðarheimilið við Ástjarnakirkju, Bláa lónið Resort, Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar, Krýsuvíkurvegar og Stoðveggur úr vistvænni steypu við Búrfellsstöð II og síðast en ekki síst Guðlaug.

Verðlaunin verða afhent þann 15. febrúar á Grand hótel á hinum svokallaða Steinsteypudegi 2019.

Nánari upplýsingar um verðlaunin má finna hér.

Alls hafa um 2000 manns farið í Guðlaugu síðan hún opnaði í desember 2018 og margir líst yfir ánægju með heimsókn í laugina.

Síðan þá er búið að vinna markvisst að því að bæta aðstöðuna enn betur við laugina og er til að mynda búið að fjárfesta í húsnæði sem kemur fljótlega á svæðið. Í húsnæðinu verður aðstaða starfsmanns og einnig salerni fyrir gesti ásamt því er verið að skoða möguleika á að vera með söluvarning í húsnæðinu, s.s. matur og minjagripir um Akranes.

Í búningsklefum fyrir Guðlaugu er búið að setja upp bekki og mottur og einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til þess til þess að auka þrýsting heita vatnsins í laugina en hitastigið hefur verið smávægilegt vandamál frá opnun laugarinnar.

Einnig hefur verið í skoðun hjá Akraneskaupstað að bæta aðgengi frá lauginni niður á sandinn og aðstöðu fyrir skó og handklæði nær lauginni, tillögur um það ættu að koma í ljós á næstu vikum.

Þá hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja steinanna á sandinum sem liggja frá lauginni niður að sjó og verður það gert á næstu vikum. Er það gert út frá öryggissjónarmiðum.

 

Auglýsing



Auglýsing