Frábært rekstrarár hjá KFÍA – tæplega 50 milljóna kr. hagnaður



Staðan á rekstri Knattspyrnufélags ÍA er með með því besta sem gerist en félagið skilaði tæplega 48 milljóna kr. hagnaði á síðasta rekstrarári. Þetta kom frá á aðalfundi KFÍA sem fram fór í gær en um 40 félagsmenn mættu á fundinn.

Í ársreikningi fyrir 2018 kom fram að aukning varð bæði í tekjum og útgjöldum á öllum vígstöðvum, þ.e. hjá meistaraflokki karla og kvenna og hjá yngri flokkunum.

Rekstrartekjur voru 253 milljónir kr., rekstrargjöld námu 205,5 milljónum kr. Félagið skilaði því um 47.5 m.kr. hagnaði.

Eigið fé félagsins er samtals 72,6 milljónir kr.

Gera má ráð fyrir að uppeldisbætur KFÍA vegna sölu Norrköping á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu hafi skilað miklu til félagsins í þessum rekstrarreikningi.

Töluverðar mannabreytingar verða í aðalstjórn KFÍA en Magnús Guðmundsson var endurkjörinn sem formaður til tveggja ára. Pálmi Haraldsson kemur inn í aðalstjórnin í stað Sævars Freys Þráinssonar sem gaf ekki kost á sér áfram

Aðalstjórn KFÍA er þannig skipuð:
Magnús Guðmundsson
Pálmi Haraldsson
Áslaug Ragna Ákadóttir.
Hjálmur Dór Hjálmsson
Jónína Víglundsdóttir.
Heimir Fannar Gunnlaugsson
Ólafur Ingi Guðmundsson
Þórir Björgvinsson

Stjórn Uppeldissviðs:
Andri Geir Alexandersson, formaður.
Jófríður María Guðlaugsdóttir.
Linda Dagmar Hallfreðsdóttir.
Sædís Alexía Sigmundsdóttir
Aldís Birna Róbertsdóttir
Jóhannes Hjálmar Smárason
Rannveig Björk Guðjónsdóttir

  • Á fundinum voru veittar viðurkenningar, en Jón Gunnlaugsson bar veg og vanda að tilnefningunum að þessu sinni.
  • Gísli Gíslason fékk gullmerki fyrir sitt framlag til félagsins, sem stjórnarmaður og dyggur stuðningsmaður.
  • Ágústa Friðriksdóttir fékk heiðursviðurkenningu fyrir sitt framlag sem stjórnarmaður á Uppeldissviði og Aðalstjórn til fjölda ára og myndatöku á leikjum og viðburðum á vegum félagsins og þannig varðveitt sögu ÍA.
  • Einar Brandsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf í getraunastarfsemi ÍA um árabil og hafa stuðlað að framgangi knattspyrnunnar á Akranesi.
  • Kristleifur Brandsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir brautryðjendastarf í getraunastarfsemi ÍA um árabil og hafa stuðlað að framgangi knattspyrnunnar á Akranesi.
  • Sigurður Arnar Sigurðsson fékk heiðursviðurkenningu fyrir sitt framlag sem stjórnarmaður og formaður ÍA um nokkurra ára skeið og myndatöku á leikjum og viðburðum á vegum félagsins og þannig varðveitt sögu ÍA.

Þjálfarar mfl. karla og kvenna, Jóhannes Karl Guðjónsson og Helena Ólafsdóttir fóru yfir stöðuna og undirbúninginn fyrir komandi keppnistímabils.

Árið 2018 var mjög viðburðaríkt fyrir Knattspyrnufélag ÍA. Meistaraflokkur karla spilaði frábæran fótbolta stærsta hluta sumarsins og varð sigurvegari í Inkasso-deildinni.

Meistaraflokkur kvenna spilaði mjög góðan fótbolta í sumar og endaði í þriðja sæti í Inkasso-deildinni.

Virkilega góður árangur náðist hjá yngri flokkum hjá báðum kynjum.

Meðal annars náði varð 2. flokkur karla Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 13 ár og B lið 2. flokks karla endaði í öðru sæti í Íslandsmótinu. 3. flokkur kvenna endaði svo í öðru sæti Íslandsmótsins eftir að hafa unnið B-riðlilinn sannfærandi. Nokkrir aðrir flokkar voru nálægt því að komast í úrslitakeppni í sínum aldursflokkum.

Árskýrslu og ársreikning KFÍA má nálgast hér fyrir neðan með því að smella á myndirnar.

 

Auglýsing



Auglýsing