Valdís Þóra Jónsdóttir, íþróttamaður Akraness 2018, hefur leik aðfaranótt fimmtudagsins 21. febrúar á LET Evrópumótaröðinni í golfi. Um er að ræða sterkustu atvinnumótaröð í Evrópu í kvennaflokki.
Leikið er í Ástralíu á Bonville en þaðan á Valdís Þóra góðar minningar. Hún náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni á þessu móti fyrir ári síðan, þar sem hún endaði í þriðja sæti.
Það er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki.
Valdís Þóra hefur leik kl. 01.50 aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma eða 12:50 að staðartíma í Ástralíu.
Hún hefur síðan leik á öðrum keppnisdegi kl. 20:40 að íslenskum tíma fimmtudaginn 21. febrúar eða 07:40 að staðartíma í Ástralíu.
Hér verður skor keppenda uppfært.
Auglýsing
Auglýsing