Fótboltagaurar úr ÍA með nýtt lag – „alveg eins“„Þetta samstarf okkar byrjaði í rauninni þegar Viktor Jónsson kom til okkar í ÍA. Ég vissi að Viktor og Reynir Haraldsson höfðu gert tónlist saman sem mér líkaði vel við. Ég er mikill aðdáandi af því sem þeir eru að gera,“ segir Hallur Flosason tónlistarmaður og leikmaður mfl. ÍA í knattspyrnu við skagafrettir.is.

Nýverið gaf Hallur út lag með Viktori Jónssyni framherja ÍA – og var lagið unnið með Reyni Haraldssyni. Viktor er nýr leikmaður ÍA en hann var markahæsti leikmaður Inkasso-deildarinnar í fyrra með Þrótti úr Reykjavík.

Frá vinstri: Viktor, Hallur og Reynir.

„Þetta þróaðist bara í nokkrum skrefum. Ég var mættur í stúdíóið hjá Reyni og við fórum að fikta við einhver lög. Við höfum hist nokkrum sinnum og leikið okkur saman með tónlistina.  Reynir semur alla taktana og hann er mjög góður í að gera texta. Viktor og ég höfum einnig verið að semja texta og erum með nokkur lög til viðbótar. Lagið „alveg eins“ er það nýjasta og við vorum að henda því út í kosmósið.

Svo erum við Viktor líka að semja texta. Annars höfum við búið til nokkur lög og þetta sem við vorum að henda út í kosmósið er það nýjasta,“ bætir Hallur við. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan.

AuglýsingAuglýsing