Jóel Sæmundsson leikari hefur á undanförnum misserum farið á kostum í sýningunni Hellisbúinn. Skagamenn fá tækifæri að upplifa þessa frábæru sýningu föstudaginn 8. mars.
Það eru ungir körfuboltadrengir úr ÍA sem standa á bak við þessa sýningu – sem er fjáröflunarverkefni 13-15 ára drengja sem stefna á að fara í æfingaferð til Spánar.
Á undanförnum árum hefur mikið uppbyggingarstarf átt sér stað í körfuboltanum á Akranesi og þessi hópur sem stendur að þessari sýningu er leikmannakjarninn sem hóf vegferðina með Jóni Þóri Þórðarsyni þjálfara.
Sýningin verður eins og áður segir föstudaginn 8.mars kl. 20.00 í Tónbergi og hægt að kaupa miða í Hár-Studio Stillholti 16-18. Miðaverðið er 4.000 kr.
Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 52 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.
Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann.
Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/03/fullt-hus-stiga-hja-korfustrakum-ia-gestalidin-anaegd-med-umgjord-motsins/
Auglýsing
Auglýsing