Hallbera bjargaði á línu í sögulegum leik – jákvæð úrslit fyrir Ísland



Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs Íslands í kvennaflokki, náði frábærum og frekar óvæntum úrslitum gegn fimmta besta landsliði heims í dag.

Ísland og Kanada gerðu markalaust jafntefli í Algarve-bikarnum í knattspyrnu kvenna en leikið var í Parchal í Portúgal í dag.

Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrrum leikmaður ÍA og núverandi leikmaður Vals, kom mikið við sögu í sínum 100. landsleik.

Skagakonan varð þar með áttundi leikmaðurinn sem nær að komast í 100 leikja klúbbinn hjá kvennalandsliðinu. Hallbera Guðný bjargaði málunum á 6. mínútu þegar hún bjargaði á marklínu og forðaði þar með marki.

Kan­ada mæt­ir Skotlandi í öðrum leik riðils­ins á föstu­dag­inn og Ísland mæt­ir Skotlandi á mánu­dag­inn. Síðan er spilað um end­an­leg sæti á mót­inu næsta miðviku­dag

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/27/hallbera-gudny-kemst-i-merkilegan-hop-landslidskvenna-i-dag/

 

 

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/27/vidtal-vid-jon-thor-fyrir-stora-leikinn-gegn-kanada/


Auglýsing



Auglýsing